Samhygð
  • Heim
  • Um félagið
    • Lög Samhygðar
  • Dagskrá
    • Hópastarf
    • Sorg og missir
  • Hafa samband

Samhygð

Samtök um sorg og sorgarviðbrögð
á Akureyri og nágrenni

Við erum ekki ein á þessari göngu

Picture
Sorg og sorgarviðbrögð eru eðlilegur hluti af því að vera manneskja. Allir sem elska og tengjast öðru fólki munu upplifa missi einn daginn. Þrátt fyrir að áföll, sorg og missir snerti okkur á mismunandi vegu og engir tveir syrgi á nákvæmlega sama hátt er mikill styrkur að kynnast fólki í sömu stöðu.
Picture

Vetrarstarf Samhygðar

Picture
Yfir vetrartímann, frá september fram í maí, eru reglulegir fræðslufundir og opnir fundir á vegum samtakanna. Við tökum þátt í að skipuleggja minningarstundir og höldum utan um faglegt hópastarf​. Starf samtakanna er ókeypis og stendur öllum til boða.
DAgskrá 2019/2020
Picture

Hópastarf

Eftir missi og áföll tekur við úrvinnslu ferli, stundum kallað sorgarferli. Á þeirri göngu getur verið lífsnauðsynlegt að kynnast fólki í sömu sporum, ræða reynslu sína og hlusta á reynslu annarra sem eru á sama stað. Hópastarfið er lokað, byggir á trúnaði og það þarf að skrá sig sérstaklega í starfið.
Hópastarf

Styrktaraðilar

Picture
Samtökin eru rekin af sjálfboðaliðum og Samhygð reiðir sig mikið til á styrki frá utan að komandi aðilum til að halda uppi starfsemi sinni. Við þökkum þeim fyrirtækjum og aðilum sem gera starfið mögulegt.
Picture

Samhygð fékk samfélagsstyrk Norðurorku árið 2019 til að standa undir Sorgarhópastarfi.
Picture
Akureyrarbær hefur styrkt Samhygð til að hægt sé að bjóða upp á ókeypis úrræði og fræðslu fyrir fólk í sorg á Norðurlandi.
Picture
Ráðuneytið hefur stutt Samhygð svo hægt sé að bjóða fólki á Norðurlandi upp á fræðslu og stuðning í sorg óháð búsetu.
Powered by Create your own unique website with customizable templates.
  • Heim
  • Um félagið
    • Lög Samhygðar
  • Dagskrá
    • Hópastarf
    • Sorg og missir
  • Hafa samband